Yngstu hlustendurnir

Yngstu hlustendurnir er verkefni þar sem auka á framboð af tónlist sem inniheldur pláss fyrir spuna (snarstefjun) fyrir unga hlustendur. 

Samnefnarinn í verkefninu er að athygli verður beint að spuna (jazz músik, frjálsum spuna o.s.f.) í umgjörð sem hæfir markhópnum. 

Hugmyndafræðin er sótt í hugmyndum stýrihóps Europe Jazz network um tónleikaverkefni fyrir unga hlustendur. Mismunandi nálgun er beitt eftir aldri hlustenda en eitt af aðal markmiðum Yngstu hlustendanna er að skapa fyrirmyndir bæði fyrir stráka og stelpur til að samsvara sig við, en mikið hallar á kvenkyns jazzflytjendur hérlendis.

Verkefnið byrjar árið 2019 þegar ég fékk listamannalaun í nokkra mánuði til að setja saman tónleikadagskrár fyrri unga hlustendur. Síðan þá hef ég sett saman 5 stuttar tónleikadagskrár og prufukeyrt fyrir hlustendur á aldrinum 4ra til 14 ár. tvö af þessum verkefnum hafa svo fengið sjálfstætt líf og eru enn í fluttningi. Þetta eru Frásagnir skugganna, sem er spuna- og vídeóverk fyrir 9.-10.bekk og svo Jazzhrekkur þar sem flutt er ný tónlist með Hrekkjavöku og ævintýraþema.