Hver er Leifur?

Velkomin á heimsíðu Leifs Gunnarssonar raf- og kontrabassaleikara og tónsmiðs. Síðan heldur utan um það helsta sem ég vinn að um þessar mundir.

Ef þú ert að leita að tónlist fyrir viðburð er um að gera að skruna hér í gegn til að fá hugmyndir eða senda mér skilaboð. Ég set glaður saman tónlistarinnslög í veislur eða útvega bakgrunnstónlist til að gera viðburðinn þinn fullkomin!

Leifur Gunnarsson was born in Reykjavík 11th of December 1985. At the age of 18 he picked up the double bass after playing the electric bass for a while. Leifur studied some classical bass along with his jazz education and then graduated from The FÍH school of music in Reykjavík by the spring of 2009. One year later he moved to Copenhagen were he studied with Jesper Bodilsen, Jens Skou and Klavs Hovman at the Rytmisk Musikkonservatorium and graduated with B.mus degree in spring 2013.

Útgefið efni og vídeó

Húsið sefur kom út árið 2015 Flytjendur eru Kjartan Valdemarsson – píanó, Matthías Hemstock – trommur, Snorri Sigurðarson – trompet og flygilhorn, Haukur Gröndal – Saxófónn og Bassethorn, Ingrid Örk Kjartansdóttir – söngur, Leifur Gunnarsson – kontrabassi

Tónn úr tómi kom út árið 2020. Flytjendur eru Sunna Gunnlaugsdóttir – píanó, Scott McLemore – trommur, Snorri Sigurðarson – trompet og flygilhorn, Leifur Gunnarsson – kontrabassi

Jazzhrekkur kom út á Hrekkjavöku 2023. Flytjendur eru Ingibjörg Fríða Helgadóttir – söngur, Sunna Gunnlaugsdóttir – píanó, Scott McLemore – trommur og Leifur Gunnarsson – kontrabassi

Jazz í hádeginu

Síðan 2014 hef ég í samvinnu við Borgarbókasafninu og Gerðuberg haldið úti tónleikaröð sem ber nafnið Jazz í hádeginu. Árið 2020 bættist svo við tónleikaröðin Beint á ská en þeim tónleikum var miðlað á facebook síðu Borgarbókasafnsins og var styrkt af Tónlistarsjóði sem atvinnuskapandi verkefni fyrir listafólk vegna Covid-19. Úr varð einskonar sérútgáfa af hádegisjazzinum og nýttust bæði það góða og rótgróna starf sem safnið býr að og nýjusta tækni í miðlun til að koma viðburðum til skila, ekki bara til fastagesta safnsins heldur til allra Íslendinga.

Á tónleikaröðunum hafa margir af helstu jazztónlistarmenn á Íslandi komið fram við minn undirleik. Um sex tónleikar eru á hverju ári í tónleikaröðinni og fara þeir fram í Borgarbókasafninu Grófinni, Gerðubergi og Spönginni.

Með því að dreifa tónleikunum um hverfi borgarinnar, er íbúum á Höfuðborgarsvæðinu gefið tækifæri til að njóta tónleikanna í sínu nærumhverfi. Bæði er verið að laða að jazzáhugafólk hverfanna en einnig að kynna tónlistarstefnuna fyrir nýjum hlustendum. Tímasetning tónleikanna var ákveðin í byrjun til að gefa þeim sem vinna í hverfum borgarinnar tækifæri til að skreppa frá í hádeginu og hlýða á tónleika en það var óvænt ánægja að sjá hversu fjölbreyttur hópur mætti og eru margir orðnir fastagestir.

Hluti af því vídeóefnis sem aðgengilegt er hér á síðunni er streymi frá Jazz í hádeginu eða Beint á ská.

Yngstu hlustendurnir

Yngstu hlustendurnir er verkefni þar sem auka á framboð af tónlist sem inniheldur pláss fyrir spuna (snarstefjun) fyrir unga hlustendur. 

Samnefnarinn í verkefninu er að athygli verður beint að spuna (jazz músik, frjálsum spuna o.s.f.) í umgjörð sem hæfir markhópnum. 

Hugmyndafræðin er sótt í hugmyndum stýrihóps Europe Jazz network um tónleikaverkefni fyrir unga hlustendur. Mismunandi nálgun er beitt eftir aldri hlustenda en eitt af aðal markmiðum Yngstu hlustendanna er að skapa fyrirmyndir bæði fyrir stráka og stelpur til að samsvara sig við, en mikið hallar á kvenkyns jazzflytjendur hérlendis.

Verkefnið byrjar árið 2019 þegar ég fékk listamannalaun í nokkra mánuði til að setja saman tónleikadagskrár fyrri unga hlustendur. Síðan þá hef ég sett saman 5 stuttar tónleikadagskrár og prufukeyrt fyrir hlustendur á aldrinum 4ra til 14 ár. tvö af þessum verkefnum hafa svo fengið sjálfstætt líf og eru enn í fluttningi. Þetta eru Frásagnir skugganna, sem er spuna- og vídeóverk fyrir 9.-10.bekk og svo Jazzhrekkur þar sem flutt er ný tónlist með Hrekkjavöku og ævintýraþema.