Jazz í hádeginu

Síðan 2014 hef ég í samvinnu við Borgarbókasafninu og Gerðuberg haldið úti tónleikaröð sem ber nafnið Jazz í hádeginu. Árið 2020 bættist svo við tónleikaröðin Beint á ská en þeim tónleikum var miðlað á facebook síðu Borgarbókasafnsins og var styrkt af Tónlistarsjóði sem atvinnuskapandi verkefni fyrir listafólk vegna Covid-19. Úr varð einskonar sérútgáfa af hádegisjazzinum og nýttust bæði það góða og rótgróna starf sem safnið býr að og nýjusta tækni í miðlun til að koma viðburðum til skila, ekki bara til fastagesta safnsins heldur til allra Íslendinga.

Á tónleikaröðunum hafa margir af helstu jazztónlistarmenn á Íslandi komið fram við minn undirleik. Um sex tónleikar eru á hverju ári í tónleikaröðinni og fara þeir fram í Borgarbókasafninu Grófinni, Gerðubergi og Spönginni.

Með því að dreifa tónleikunum um hverfi borgarinnar, er íbúum á Höfuðborgarsvæðinu gefið tækifæri til að njóta tónleikanna í sínu nærumhverfi. Bæði er verið að laða að jazzáhugafólk hverfanna en einnig að kynna tónlistarstefnuna fyrir nýjum hlustendum. Tímasetning tónleikanna var ákveðin í byrjun til að gefa þeim sem vinna í hverfum borgarinnar tækifæri til að skreppa frá í hádeginu og hlýða á tónleika en það var óvænt ánægja að sjá hversu fjölbreyttur hópur mætti og eru margir orðnir fastagestir.

Hluti af því vídeóefnis sem aðgengilegt er hér á síðunni er streymi frá Jazz í hádeginu eða Beint á ská.